Leigubílstjórar Hopp
Þess er krafist að allir leigubílstjórar sem keyra með Hopp hafi öll tilskilin réttindi til að keyra leigubíl á Íslandi. Bílstjórar fá handleiðslu um hvernig best sé að keyra með Hopp.
Greiðslur
Þegar bókun er staðfest þá er gerð biðgreiðsla fyrir upphæðinni. Ef hætt er við bókun er upphæðin endurgreidd samstundis.
Fyrirtækjareikningar Hopp geta verið notaðir til að greiða fyrir leigubílaferðir. Stjórnendur reikninga þurfa að virkja það í appinu.
Þjónustuver
Vantar þig aðstoð eða hefur þú spurningar? Best er að hafa samband við þjónustuverið okkar í Hopp appinu. Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]