Það er auðvelt að bóka leigubíl með Hopp appinu. Þú sérð verðið fyrirfram í appinu og færð að vita bið- og komutíma og allar aðrar nauðsynlegar upplýsingar.

 • 01

  Einfalt að nota

  Það er einfalt að bóka leigubíl með Hopp appinu. Þú velur áfangastað, tegund bíls og appið tengir þig sjálfkrafa við næsta bílstjóra.

 • 02

  Skýrar upplýsingar

  Appið sýnir staðsetningu bílsins, hversu langt er í að hann komi og áætlaðan komutíma á áfangastað. Tilkynning er send þegar stutt er í bílinn og þegar hann er kominn.

 • 03

  Ferðasaga

  Hopp appið sýnir ferðasögu með dagsetningum ferða, hvert var farið og hver kostnaðurinn var. Hægt er að nálgast kvittanir fyrir ferðum beint í appinu.

Leigubílstjórar Hopp

Þess er krafist að allir leigubílstjórar sem keyra með Hopp hafi öll tilskilin réttindi til að keyra leigubíl á Íslandi. Bílstjórar fá handleiðslu um hvernig best sé að keyra með Hopp.

Greiðslur

Þegar bókun er staðfest þá er gerð biðgreiðsla fyrir upphæðinni. Ef hætt er við bókun er upphæðin endurgreidd samstundis.

Fyrirtækjareikningar Hopp geta verið notaðir til að greiða fyrir leigubílaferðir. Stjórnendur reikninga þurfa að virkja það í appinu.

Þjónustuver

Vantar þig aðstoð eða hefur þú spurningar? Best er að hafa samband við þjónustuverið okkar í Hopp appinu. Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]