Leigubílstjórar með rekstrar-, eða atvinnuleyfi geta núna skráð sig og sinn bíl í Hopp Driver appinu. Sæktu Hopp Driver appið með því að ýta á takkann hér fyrir neðan.

Einfalt

Hopp er ekki með fast stöðvargjald heldur þjónustugjald, þannig að þú keyrir eins mikið eða lítið og þú vilt. Einnig er enginn binditími og þú þarft heldur ekki að takmarka þig við ákveðin svæði.

Skilvirkt

Hugbúnaður Hopp tengir leigubílstjóra saman við farþega á skilvirkan hátt. Það eina sem þarf er snjallsími með Hopp Driver appinu. Hugbúnaður Hopp sér um að rukka ferðirnar og rukkar sjálfkrafa áður en að ferðinni lýkur.

Öruggt

Leigubílstjóri og farþegi samþykkja hvorn annan í appinu og fá að gefa hvorum öðru einkunn að ferð lokinni.

Hver má keyra?

Bæði atvinnuleyfishafar og rekstrarleyfishafar geta keyrt með Hopp. Til þess að keyra leigubíl á Íslandi þarf að hafa ökuréttindi til aksturs í atvinnuskyni og leigubílanámskeið frá ökuskóla. Hopp veitir upplýsingar og leiðbeiningar um allt ferlið.

Hvernig byrja ég að keyra?

Ef þú ert með öll tilskilin leyfi þá þarf aðeins að ná í Hopp Driver appið og stofna aðgang. Hopp hefur svo samband og leiðbeinir þér áfram. Þegar Samgöngustofa hefur samþykkt skráninguna getur þú byrjað að keyra.

Hvernig fæ ég aðstoð?

Ef þig vantar aðstoð eða vilt fræðast meira um Hopp leigubíla þá getur þú sent tölvupóst á [email protected].

01

Þú byrjar

Þú kveikir á appinu til að gera þig sýnilegan fyrir farþega. Hvar þú keyrir og á hvaða tímum er undir þér komið.

02

Farþegi pantar

Þú sérð upplýsingar um ferðina, hver bókar hana og hversu mikið hún kostar. Þú samþykkir ferðina.

03

Þú keyrir

Appið vísar leiðina og er búið að taka við greiðslu. Farþeginn getur stigið beint út.

04

Fleiri bíða

Appið er búið að setja upp næstu ferðir og þú getur haldið áfram að keyra.

Skráðu þig í Taxi Driver appinu og byrjaðu að keyra

Náðu í appið hér