Spurt og svarað

Er hægt að sjá hvar síðasti notandi lagði skútunni?

Ekki ennþá, en það er virkni sem okkur langar að bjóða notendum okkar upp á. Við erum hinsvegar ennþá að vinna í heppilegri útfærslu. Þangað til erum við líka að vinna í öðrum leiðum til þess að gera leit þína að skútu auðveldari. Til dæmis með því að láta skútuna geta gefið frá sér hljóð, með betri staðsetningu og að sjálfsögðu einfaldlega með því að bjóða upp á fleiri skútur.

Mun þjónustusvæðið stækka?

Já. Eins og er höfum við 100 skútur til umráða, og svæðið er eins stórt og það getur verið með tilliti til þess. Ef við myndum stækka það án þess að setja fleiri skútur á göturnar yrði of kerfið of þunnt og skúturnar óaðgengilegar. En ekki örvænta! Það eru fleiri skútur á leiðinni. Um leið og þær lenda munum við stækka svæðið.

Hvað verður um skúturnar í vetur?

Við ætlum að gera okkar allra besta til þess að hafa skúturnar okkar aðgengilegar á vegunum allan veturinn. Við erum núna búin að setja allan flotann í vetrarskó til þess að vera öruggari í hálkunni. En þrátt fyrir að við viljum geta Hoppað í allan vetur er öryggi vegfarenda í fyrirrúmi og við munum loka leigunni tímabundið ef að veðrið verður of slæmt.

Hvað eru skúturnar margar?

Núna eru skúturnar 100 talsins. Við ætlum samt að stækka flotan umtalsvert á næstu misserum, en með fleiri skútum munum við líka stækka þjónustusvæðið.

Má ég fara út af svæðinu?

Já. Með hæng. Það má fara út af svæðinu, svo lengi sem að þú skilir því innan þjónustusvæðis. Erlendis tíðkast að skúturnar hægi eða drepi á sér þegar þær fara utan þjónustusvæðis, en við ákváðum að gera það ekki til þess að frelsa notendur okkar enn frekar frá fjötrum einkabílsins.

Get ég skroppið frá hjóli í notkun

Já, þú þarft bara að smella á "stoppa ferð" takkan neðst á skjánum þínum. Þá birtist þér takki sem stendur á "skreppa frá". Að skreppa frá rafskútu kostar 20ISK á mínútuna.

Er leigan lokuð á næturnar?

Nei, tæknilega séð ekki. Stundum eru engin hjól fáanleg á næturna, en það er vegna þess að á kvöldin týnum við saman (á tveimur rafmagns-sendiferðabílum) allar þær skútur sem eru að verða rafmagnslausar og hlöðum þær yfir nóttina. Ef það eru engar skútur á götunni yfir nótt þýðir það einfaldlega að þær urðu allar rafmagnslausar yfir daginn.

Hvað kostar leigan?

Það kostar 100 kr að aflæsa hjólinu og 30 kr hver mínúta. Til dæmis myndi 10 mínútna ferð kosta 400 kr.

Hversu hratt kemst ég?

Hámarkshraðinn samkvæmt lögum er 25 km/klst og komast hjólin á þann hraða.

Get ég leigt margar rafskútur?

Það er einungis hægt að leigja eina rafskútu í hverjum síma, það er hins vegar hægt að nota sama greiðslukort á mörgum notendum.

Get ég læst hjólinu í miðri ferð?

Já, smelltu á "Stoppa ferð" í miðri ferð og veldu "Skreppa frá". Rafskútan er þá læst og aðrir geta ekki notað hana.

Hvernig aflæsi ég Hopp hjóli

Þegar þú hefur fundið Hopp hjól á kortinu, þá getur þú aflæst því með því að ýta á "Hoppa" takkan, og annaðhvort skanna QR kóðan ofan á stýrinu, eða slá inn númerið fyrir neðan QR kóðan. Ef að það er dimmt þá getur þú kveikt á vasaljósinu meðan þú skannar.