Spurt og svarað

Hvað kostar leigan?

Það kostar 100 kr að aflæsa hjólinu og 30 kr hver mínúta. Til dæmis myndi 10 mínútna ferð kosta 400 kr.

Hversu hratt kemst ég?

Hámarkshraðinn samkvæmt lögum er 25 km/klst og komast hjólin á þann hraða.

Get ég leigt margar rafskútur?

Það er einungis hægt að leigja eina rafskútu í hverjum síma, það er hins vegar hægt að nota sama greiðslukort á mörgum notendum.

Get ég læst hjólinu í miðri ferð?

Já, smelltu á "Stoppa ferð" í miðri ferð og veldu "Skreppa frá". Rafskútan er þá læst og aðrir geta ekki notað hana.

Hvernig aflæsi ég Hopp hjóli

Þegar þú hefur fundið Hopp hjól á kortinu, þá getur þú aflæst því með því að ýta á "Hoppa" takkan, og annaðhvort skanna QR kóðan ofan á stýrinu, eða slá inn númerið fyrir neðan QR kóðan. Ef að það er dimmt þá getur þú kveikt á vasaljósinu meðan þú skannar.